Leita
Filters

Skilmálar

Pantanir reynum við að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspóst um afhendingu vörunnar.

Við bjóðum upp á fastan sendingarkostnað í netverslun með Íslandspósti. Með því að velja vörur í körfu bætist við sendingarkostnaður ef óskað er að fá vörurnar sendar.  Varan er send á næsta pósthús. Sendingarkostnaður er 800.- óháð magni. Hann leggst bara á fyrstu vöru í hverri pöntun.

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin,  að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er sett í póst. Kvittun eða gjafamiði fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Inneignarnóta er afhent ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
 
Öryggisskilmálar:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.